Um endurupptökunefnd

Um endurupptökunefnd

Dómsmálaráðherra skipar í endurupptökunefnd í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013. Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti.

Þrír aðalmenn sitja í nefndinni. Alþingi kýs einn aðalmann og varamann hans og dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands tilnefna hvort um sig einn aðalmann og varamann.

Núverandi skipan nefndarinnar:

  • Björn L. Bergsson hrl., formaður, tilnefndur af Hæstarétti
    Varamaður Björns er Kristbjörg Stephensen hrl.
  • Ásgerður Ragnarsdóttir hæstaréttarlögmaður, kosin af Alþingi
    Varamaður Ásgerðar er Eyvindur G. Gunnarsson prófessor
  • Þórdís Ingadóttir dósent, tilnefnd af dómstólaráði
    Varamaður Þórdísar er Sigurður Tómas Magnússon prófessor
Starfsmaður endurupptökunefndar er Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur.