Vefur endurupptökunefndar

Úrskurðir er lúta að endurupptökubeiðnum vegna dóms Hæstaréttar nr. 214/1978

Guðmundarmál:

Gagnvart dómfelldu Kristjáni Viðari Júlíussyni, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggva Rúnari Leifssyni er fallist á endurupptöku dóms Hæstaréttar vegna sakfellinga fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, um að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana 27. janúar 1974.

Gagnvart dómfellda Alberti Klahn Skaftasyni er fallist á endurupptöku dóms Hæstaréttar vegna sakfellingar hans fyrir eftirfarandi hlutdeild í brotum annarra dómfelldu með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins.

Geirfinnsmál:

Gagnvart dómfelldu Guðjóni Skarphéðinssyni, Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marinó Ciesielski er fallist á endurupptöku dóms Hæstaréttar vegna sakfellinga fyrir brot á 218. og 215. gr. almennra hegningarlaga, um að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana aðfaranótt 20. nóvember 1974.

Rangar sakargiftir:

Hafnað er beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar hvað varðar sakfellingu Erlu Bolladóttur, Kristjáns Viðars Júlíussonar og Sævars Marinós Ciesielski fyrir brot á 1. mgr. 148. gr. almennra hegningarlaga, með því að hafa borið þær röngu sakir á Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, að þeir hefðu átt hlut að dauða Geirfinns Einarssonar og smyglbrotum.

Úrskurður í máli Sævars Marinós Ciesielski nr. 5-2015

Úrskurður í máli Erlu Bolladóttur nr. 7-2014

Úrskurður í máli Guðjóns Skarphéðinssonar nr. 8-2014

Úrskurður í máli Alberts Klahn Skaftasonar nr. 7-2015

Úrskurður í máli Kristjáns Viðars Júlíussonar nr. 15-2015

Úrskurður í máli Tryggva Rúnars Leifssonar 6-2015