Vefur endurupptökunefndar

Endurupptökunefnd

Innanríkisráðherra skipar í endurupptökunefnd í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013. Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti.

Þrír aðalmenn sitja í nefndinni. Alþingi kýs einn aðalmann og varamann hans og dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands tilnefna hvort um sig einn aðalmann og varamann.